Mig dreymdi þennan furðulega draum

Ég dreymi mjög sjaldan sem er mjög líklega gott miðað við hvað gerðist.

Mig dreymdi að ég hafi verið í eitthversskonar bardaga. Fórnum bardaga þar sem ég var með það sem ég get best kallað "One handed, two bladed, battle axe". Ég var að nota þá exi að slá niður fólk á fórnum tímum. Svo er draumurinn að enda.

Ef þú þekkir mig, hvort sem þú þekkir af mér, hefur lesið blog færslur mínar, hefur lesið fréttir um mig og eða þekkir mig persónulega veistu að ég sef alltaf með hníf við rúmið mitt. Ef ég ætti skammbyssu myndi ég sofa með skammbyssu við rúmið mitt. Ef ég ætti Ak-10 myndi ég sofa haldandi á henni.

Sem ég var að læra að er mun hættulegra en ég hélt. Þar sem hnífurinn er á náttborðinu hægra meginn við rúmið mitt. Ég er búinn að vera dreyma að ég var haldandi á exi að drepa fólk. Svo er draumurinn að enda og ég er þreyttur eftir allan bardagan. Þannig ég held á exinni standandi, niður. Hún er svona "hangandi í hendinni minni".

Ég vakna og finn að ég held ennþá utan um eitthvað með höndunum. Svipað grip og exin. Ég hugsaði að þetta væri eitt af þessu "Draum minningar". Maður dregur inn í raunveruleikan tilfinningar úr draumnum. Nema þegar ég sleppi þá finn ég að það er virkilega eitthvað þarna. Tek ég því aftur utan um haldið... Ég gríp utan um það og reyni að opna augun af því ég sef aldrei fast en af eitthverri ástæðu svaf ég fast í nótt og mig dreymdi draum. Ég sé að ég er að halda á stóra hnífnum sem liggur á náttborðinu við höfuð mitt hægra meginn við mig. Augljóslega er þetta þarna svo ég sem vakandi maður geti gripið í þetta og stungið djúpt undir rifbein á fólki og upp. Blaðið er það stórt að það er ekki séns að ef ég treð því undir rifbein á mannveru og upp að það fari ekki í hjartað á einhverjum. Þetta eru auðvitað aðeins hugsanir og áætlanir ef að morðingjar eru komnir inn í húsið mitt og ég er að verja líf mitt. Það er ekki eins og ég gangi með þennan risa hníf úti í mínu daglega lífi.

En þarna er ég að horfa á hann og munandi drauminn minn að reyna fatta hvernig þetta gat gerst. Af því ég hélt á hnífnum í hægri hendi minni. Ég lá á bakinu. Fyrir mig að grípa hnífinn sofandi þyrfti ég annaðhvort að snúa mér á hlið og grípa hnífinn með vinstri hendinn og setja hann í hægri hendina. Af því það er ómögulegt fyrir mig að taka hægri hendi mína og lyfta henni "upp" í þá stöðu sem ég get gripið þetta. Það er bara ekki hægt. Öxlin leyfir það ekki. En samt var ég með hana í hægri hendi minni.

Hér er besta myndin af exinni sem ég hef fundið sem mig dreymdi að ég væri að halda á...
double-bladed-battle-axe-with-wooden-handle-vector-23541180

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Handfangið er mjög svipað handfangið á hnífnum og er skiljanlegt að heili minn ef hann er haldandi utan um hníf fari að senda taugaboð og eða önnur skilaboð í heilan "ímynd" af því sem ég held á. En það sem ég er að spá í, ef ég var að veifa þessari exi um með hægri hendi minni drepandi fólk. Vakna svo dreymandi að ég væri haldandi á exinni standandi og hún hangandi niður með hendi mína utan um handfangið. Ef það allt gerðist, var ég veifandi hnífnum út í loftið eins og exi þegar ég var sofandi? Liggjandi á bakinu(standandi í draumi) höggvandi fólk niður hægri og vinstri í draumi en svo með gríðalega öflugt tak á hnífnum þegar ég vakna.

Þetta gæti virkilega verið stór hættulegt. Það eru mínar tvær spurningar, ef ég dreymdi rétt að ég væri haldandi á þessu niður við lappirnar. Ef ég eitthvern vegin náði að koma þessu í hendina á mér sofandi sem er gríðalega furðulegt. Hélt ég þá gríðalega fast utan um handfangið í svefni eins og ég væri að slá niður fólk líkt og í draumnum og gerði það því í raunveruleikanum sofandi nema "loftið" fyrir ofan mig.

Þetta er mjög áhugavert! Að ímynda sér veröld þar sem maður sefur svo fast að maður blandar saman draum og raunveruleika. Munið, ég sef aldrei fast. Ég sef alltaf svo laust að það varla telst svefn. Minnsta hreyfing og augu mín eru opnuð. Ég er virkilega gaurinn sem fer að sofa 02:00 og eftir að liggja í ? langan tíma er sofandi og vakna svo og þá er klukkan orðin 03:12. Aftur og aftur og aftur. En þessa nótt virkilega SVAF ÉG!!!!

Var reyndar að tala um þetta við ákveðna mannveru í gær. Ég er búinn að vera sofandi gríðalega mikið undanfarið. Dottandi mikið undanfarið. Alltaf þreyttur. Ef ég væri heilbrigð mannvera myndi ég kalla það "þunglyndi" en þar sem ég er langt í frá heilbrigð mannvera get ég ekki fengið þannig tegund af þunglyndi. Þar sem ég sef endalaust. Dag og nótt. Byrjaði föstudag. Þá allt í einu var ég alltaf dottandi. Svo alltaf sofandi. Svo erum við komin hingað. Þar sem ég sef það djúpan svefn að þetta virkilega gerist. :o

Áhugavert, hvað skyldi vera gerast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband