12.6.2021 | 11:15
Hugmyndafræði mín er ekki ný... Ég fann hana ekki upp.
Við lifum í veröld þar sem við getum séð fortíð mannkyns af því ríkt fólk ákvað að fjárfesta í þeim. Úr því komu gríðalega flottar borgir. Gríðalega flott listaverk. Endalaust af hlutum sem lifa ennþá í dag en eru yfir þúsund ára gömul.
Þannig ég í blog færslu minni um daginn að tala um að Ísland ætti meira að vera "fyrirtæki" heldur en "ríkisstjórn". Ég um daginn að tala um að Ísland sem fyrirtæki ætti að fjárfesta í fólki frekar en að taka pening af þeim er eins og ég sagði langt í frá ný hugmyndafræði. Evrópa var byggð á þeirri hugmyndafræði. Öflugustu og flottustu listamenn Jarðarinnar urðu til út frá þeirri hugmyndafræði. Gáfaðasta fólk Jarðarinnar varð til út frá þeirri hugmyndafræði.
En svo var öllu snúið við þegar Karl Marx kom inn í söguna. Við getum haft vinstri sinnaðan Kommunisma og eða Sósíalisma. Takandi pening af fólki okkur í hag lærðu stjórnmálamenn um heim allan. Þegar veröldin virkilega var búin að virka í þúsundir ára sem akkurat andstæða við þá hugmyndafræði. Þú vinnur þér inn pening með því að vera "verðugur" sem mannvera. Því verðugri sem þú ert sem mannvera því meira fjárfestir fólk í þér.
En í dag lifum við í veröld þar sem ríkið ákveður hvaða listaverk eru þess virði að fjárfesta í fyrir hvaða stað. Við lifum í veröld í dag þar sem fólk í ríkisstjórn fær laun sín frá vinnandi fólki í landinu. Fólk sem eru troð full af gríðalega öflugum hugmyndum. Fólk í landinu sem eru gríðalega verðmæt. Fólk í landinu sem gæti verið lausnin við vandamálum mannkynsins í dag. En í staðin fyrir að fá að verða það sem þetta fólk vill verða. Verða þau að vinna til þess að halda sér "uppi", halda fjölskyldu sinni uppi. Halda fólki sem þau þekkja ekkert uppi. Borgandi skatta svo einhvað fólk sem það mun aldrei á ævinni fá að tala við fá þau laun sem... Athugið ÞAU ÁKVEÐA!!!! Við erum að tala um að það getur virkilega verið heili þarna úti í samfélaginu sem að hefur getuna til þess að lækna krabbamein. Já, ég er að segja það. Það gæti verið 2-5 ára barn þarna úti sem hefur getuna til þess að alast upp í að koma í veg fyrir að ástvinir þínir látast. En það barn mun ekki fá tækifæri til að þróa heila sinn til að finna upp þá lækningu af því það barn fæðist í samfélag sem er fyrir búið að ákveða framtíð þess. Í formi hvað það barn lærir og eða ekki lærir. Í formi hvað barnið hefur aðgang að og eða ekki. Í formi hvort barnið komist í háskólanám eða ekki. Af því eitthvað fólk sem stýrir landinu þarf þetta barn í verkamannavinnu til að borga laun og fríðindi þeirra í formi skatt. Þar með mun þessi heili aldrei þróast í það að lækna krabbamein. Verður bara enn einn vinnumaurinn í þessu kerfi sem er ætlað til þess að borga fólki sem við virkilega þurfum ekki laun.
Fólki sem geta ekki leyst nein vandamál á Alþingi sem Íslendingar þurfa. Sem þau lofa Íslendingum. Þau geta aldrei verið sammála. Nema þegar kemur að því að ákveða launahækkun þeirra. Þá allt í einu eru þau öll vinir og kjósa öll "já". Þá allt í einu eru þau öll á sömu blaðsíðunni og geta "rætt saman". "Verið sammála".
Það er ástæða fyrir því að sagan er troð full af "fólki" sem verða gríðalega öflugt fólk í sögu mannkyns. Af því það var ekkert kerfi sem hélt aftur af þeim. Þau voru það sem þau voru. Þau komust þangað sem þau vildu. Þau eru nú í sögubókum okkar Evrópubúa og Íslendinga af því þau voru ekki lifandi undir þessu svokallaða "kerfi". Miðað við veröldina sem við lifum í, í dag. Þar sem við getum sjálfmenntað okkur í allt og öllu. Segðu mér eitt... Ef þú værir ekki of upptekin við að borga laun fólks sem þú þekkir ekkert trúir þú að þú hafir í þér þá möguleika að ná lengra í lífinu en þú hefur? Ef ekki afhverju ekki? Hvað myndi stoppa þig sem mannveru til þess að fara á vinnumarkaðin, eignast nægilega mikið fjármagn til að geta keypt þér tölvu og net aðgang, keypt þér aðgang á veraldarvefin, halað niður bókum sem kenna þér stærðfræði, forritun, verkfræði og fleira. Með þá menntun myndir þú eyða tíma þínum í að vinna til að eiga peninga og eða vinna sem bóndi á þínu litla landi þar sem þú ræktar plöntur, dýr, hænur, hana og fleira sem er nóg fyrir þig til að geta haldið nægum mat ofan í þér allt árið. Á sama tíma ertu lifandi í húsinu þínu smíðandi hvað sem heili þinn ímyndar sér. Þú ert hámenntaður verkfræðingur, snillingur í stærðfræði og forritun. Hvað getur þú ekki smíðað sem veröldin þarf? Sem gæti gert líf þitt þúsund sinnum betra? En í staðin ertu vinnandi alla daga vikunnar frá 08:00 til 18:00. Ert alltaf þreyttur. Launin þín fara í að borga laun fyrir fólk sem gera ekkert fyrir þig. Afgangurinn af launum þínum fer í að borga þak yfir höfuð þitt, rúm til að sofa í, mat til að borða. Sem allt af eitthverri ástæðu er líka skattskylt. Það er ekki nóg að næstum helmingurinn af launum þínum fer í að borga skatta. Þú þarft að borga 25% vsk(Virðisaukaskatt) fyrir allt sem þú kaupir. Þannig ef varan kostar 1500kr, þarftu að borga 25% meira af því það er ekki nóg að þú borgir skatt úr launum þínum. Ert þreyttur alla daga vikunnar eftir vinnu þína svo þú getur ekkert gert annað en að slappa af og glápa á sorglega þætti í sjónvarpinu eins og Dr.Phil þar sem þér líður betur með þitt líf af því hann finnur einhver frík til að koma í þáttinn sinn sem eru augljóslega bara athyglisjúk. Þetta er líf þitt útaf kerfinu sem þau hafa troðið á þig. Þú ert vinnumaur fyrir þau "The Hive", þú ert hluti af þessu svokallaða "Collective", þér finnst ekkert eðlileggra en að borga skatta og lifa við þessar aðstæður. Þú fylgir öllum reglum og lögum sem þetta lið treður á þig á meðan þau gera það ekki. Þú ert alltaf þreytt/ur og getur ekkert meir gert í lífi þínu annað en að trúa að "svona er þetta bara og svona á þetta bara vera". Horfandi á eitthvað frík á Dr.Phil hugsandi "Líf mitt er allavega betra en líf þeirra", virkilega ekki fattandi að engin mannvera hagar sér svona heima hjá sér á meðan verið er að mynda þau. En heili þinn kaupir það. Heili þinn samþykir það.
Svona er þetta bara og svona mun þetta alltaf vera. Það er ekkert sem ég get gert til að breyta því. Þar með dæmandi börn þín í þessa nákvæmlega sömu veröld og þú ert í.
Munum... Þú getur verið gáfaðari þegar kemur að lögum Íslands en virtasti dómari Íslands. En af því eitthver "Háskóli" er ekki búinn að útskrifa þig úr þessu kerfi... Þá munt þú aldrei fá tækifæri til þess að sýna getu þína í réttarsal. Þú ert gáfaðasti sjálfmenntaði lögfræðingur Íslands, gáfaðari en allir hinir lögfræðingarnir. Gáfaðari en eins og ég sagði, virtasti dómari Íslands. Þú ert sá besti þegar kemur að lögum Íslands. En af því þú fylgir ekki "kerfinu". Þá ertu bara rusl bláverkamaður og þekking þín skiptir Íslandi engu máli. Af því þú fylgir kerfinu! Þannig er það bara.
Afhverju geta tónlistarmenn orðið öflugustu tónlistarmenn Jarðarinnar án þess að fara í listanám en þú getur ekki orðið öflugasti verkamaður Íslands nema fara í nám til þess? Af hverju er eitt viðurkennt sem "Vá, þessi persóna fæddist með þessa hæfileika", þó mannveran er búin að vera spila tónlist frá þriggja ára aldri. En þú, þú ert búinn að vera lesa bækur um sögu lögfræði Íslands, sögu Alþingi Íslands, hverja einustu lögfræðibók sem til er um lög Íslands frá þriggja ára aldri. En það skiptir engu máli af því þú verður að fara í gegnum "kerfið" og fá "viðurkenningu" frá kerfinu til þess að geta notað þína greind? Þinn skilning? Þína yfirnáttúrulegu þekkingu á lögum Íslands.
Eruði að segja mér að það er ekkert að þessu kerfi? Segjum að okkur vanti lögfræðing. Við vitum fyrir víst að þessi maður er virkilega besti lögfræðingur Íslands. Hann er "listamaður" þegar kemur að lögum Íslands. En við getum aldrei fengið að kaupa þjónustu hans eða hennar í réttarsal af því kerfið viðurkennir mannveruna ekki sem lögfræðing. Þó svo þessi lögfræðingur myndi Jarða málið gegn þér eða málið sem þú ert að sækja. En á sama tíma geturu fundið einhvern "nobody" sem er öflugur tónlistarmaður. Keypt þjónustu hans eða hennar til að syngja fyrir eitthverja hátíð sem þú ert að halda. Við leyfum ákveðnu fólki að sjálfmennta sig en öðru ekki. Fullkomið dæmi eru til dæmis sjálf menntaðir verkfræðingar, stærðfræðisnillingar og forritarar. Segjum að þú ert klár í því öllu. En ekki nægilega klár til að stofna vefsíðu eins og Facebook af því þú ert nógu klár til þess að forrita síðuna en ekki nægilega gáfaður til að fá hugmyndina sjálfur og stelur henni því eins og Mark Zuckerberg gerði. Þannig, já segjum að þú ert high school dropout. Snillingur þegar kemur að vefsmíði og eða að vera vefstjóri. En þegar þú ert að sækja um vinnu þá ertu ekki með "viðurkenndu menntunina" til þess. Þannig þau horfa framhjá þér og ráða einhvern vitleysing sem þú ert 20 sinnum gáfaðari. Sú mannvera fær 3 milljónir á mánuði fyrir það eitt að halda uppi eitthverri vefsíðu sem er að selja vörur hér og þar og alstaðar. Á meðan þú vinnur sem verkamaður frá 08:00 til 18:00 alla daga vikunnar og kemur alltaf dauð þreyttur heim. Reynir og reynir að fá starf sem vefstjóri en enginn ræður þig án "viðurkenningu frá kerfinu".
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst gríðalega mikið að þessu kerfi.
Ofan á það að horfa á fortíð okkar áður en fólk sem vinnur í ríkisstjórnum um veröldina og lifa á þínum launum... Horfum á veröldina fyrir það. Hvernig Evrópa fór úr einu öflugu heimsveldi í annað. Hvernig ennþá í dag við getum farið til Ítalíu og skoðað yfir 2000 ára byggingar. Hvernig við getum ennþá í dag farið til Sýrlands og skoðað yfir 10000 ára byggingar. Hvernig allt varð svo flott þegar fjárfest var í "einstaklingnum" frekar en að "einstaklingurinn" fjárfestir í ríkisstjórn.
Þvílíkt flotta listaverkið á Reykjanesbraut er það ekki? "Reykjanesbær". Það er virkilega öflugt listaverk að horfa á. Sett þangað af fólki sem var kosið af vinnandi fólki... Hafiði séð stóru steinana? Minnir að þeir eru kallaðir "Risar". Við erum að tala um listaverk sem mun lifa næstu þúsund árin. Stonhenge á Íslandi. Það er virkilega ekki séns að dag einn muni bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákveða að taka niður þessa flottu stóru steina sem eru svo öflug listaverk bara til þess að byggja hús þar í staðin. Af því þetta eru "listaverk sem munu lifa næstu þúsund árin". Sett þarna af fólki sem var kosið í stöður af fólki eins og okkur. Já, ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ. Því er það mér að kenna að þessi öflugu listaverk eru þarna. Því er það mér að kenna að eitthvað fyrirtæki fékk alla herstöðina þegar hún var lokuð á brunaútsölu(sama sem engu) og eru að græða endalaust á því í dag. Kerfið sem við sættum okkur við að lifa undir...
Í alvöru, þessir stóru steinar og "Reykjanesbær" merkið telst "list" og var borgað af vinnandi skattgreiðendum Reykjanesbæjar. Þetta mun ekki einusinni vera þarna eftir 200 ár. Dag einn verður ákveðið að kostnaðurinn við að viðhalda þessu er ekki þess virði(enda er þetta ekki það flott), annan dag verður ákveðið að "Reykjanesbær" er að stækka og þurfum við landið sem þessir stóru flottu steinar eru á og verða þeir fjarlægðir og hús byggð í staðin. Segið mér að ég hafi rangt fyrir mér! Einn áratuginn ákveður Bæjarfélag Reykjanesbæjar að það er þess virði að eyða skattpeningum bæjarfélagsins í þetta. Nokkrum áratugum seinna mun annað Bæjarfélag Reykjanesbæjar ákveða að það þurfi að nota skattpening bæjarfélagsins í að fjarlægja þetta svo að einhver random ríkur erlendur maður getur byggt hús þarna. "Gert fyrir Reykjanesbæ". Það að fólkið í Bæjarstjórn þegar sá tími verður muni græða á því kemur málinu ekkert við...
P.S.
Það sem þetta lið er að græða á að leigja húsin sín til ríkissins til að hýsa flóttafólk í mörg ár... Getið ekki einusinni ímyndað ykkur það. Ríkið er að borga þessu fólki sem fengu að kaupa húsin á varnarliðsstöðinni á brunaútsölu heilan helling af peningum til að hýsa flóttafólk sem eru að "bíða í mörg ár" eftir að mál þeirra fari í gegnum réttarkerfi Íslands. Þú fórst ekki í lögfræðinám til þess að láta klára þessi mál á innan við 6 mánuðum? Nei, þú ert að græða of mikið á þessu. Þú verður að draga þetta í mörg ár sem lögfræðingur. Þú veist að meira en helmingurinn af þessu liði muni ekki fá landvistarleyfi eða stöðu flóttamanna. En þér er alveg sama, ríkið er að borga þér sem lögfræðing heilan helling af peningum til þess að vinna við þessi mál. Þannig best að draga þau eins lengi og þú getur. Allt og allir virðast eitthvern vegin græða á ríkisstjórninni... Furðulegt. Á meðan skattgreiðendur mæta í vinnu og vinna sig dauðþreyttan viku eftir viku bara til þess að borga þessu "kerfi" skattpeninginn þinn. Þessum lögfræðingum, fólkinu sem eiga húsin og rukka ríkið himin háar upphæðir til að hýsa "flóttafólkið". Allir græða nema þú. Þú borgar bara og borgar.
En "kerfið virkar" er það ekki? Þetta er "Kerfið" sem við viljum? Við getum ekki lifað án þess. For fkn real. Það er okkur allavega látið trúa af akkurat því fólki sem skattpeningur okkar fer til.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.