22.10.2020 | 22:16
We The Few
Örfá af okkur geta séð að Ísland getur virkilega sett upp kerfi þar sem við getum fætt minnst 50% af Jörðinni. Frá kjöt, fisk og grænmeti. En til þess þarf að brjóta niður þetta kerfi sem Ísland er og byggja upp nýja tegund af Kapitalisma. Ísland gæti orðið með þeim ríkustu löndum á Jörðinni. Við virkilega höfum endalaust vatn meira segja til þess að selja. Þannig við myndum selja besta, hreinasta fisk á Jörðinni. Búfénaður á Íslandi myndi selja besta og hreinasta kjöt sem til er á Jörðinni. Við myndum selja ferskasta og lang besta grænmeti og ávexti á plánetunni framleitt með hreinasta vatni sem Jörðin hefur upp á að bjóða. Við myndum selja svo gott, hreint og ferskt vatn að það yrði ekki til þyrst mannvera á Jörðinni.
En til þess þurfum við Íslendingar að henda út þessari "Progressive" ríkisstjórn sem hefur stjórnmálaflokk sem vogar sér að kalla sig "Conservative"(Sjálfstæðisflokkurinn) en virkilega hefur ekki brot af íhaldi í flokknum.
Ykkur líkar vel við Ísland í dag er það ekki? Mér finnst eitthvað heillandi við Ísland í dag. Fólkið, lífið, hvar við erum. En mér finnst viðbjóðslegt að heyra af 12-14 ára börn/unglinga drepa sig. Eða deyja úr fíkniefnaneyslu. Það er þessi skuggi yfir Íslandi sem allir í ríkisstjórn Íslands leyfa að vera. Frá pólitískum lögreglumönnum eins og yfirmann lögreglunnar. Bæjar og Borgarfulltrúar. Bæjarstjórar og Borgarstjóri. Alþingismenn, Ráðherrar, Forseti Alþingis og Forseti Íslands. Þau leyfa þessari spillingu að skyggja Ísland. Ísland gæti virkilega verið Next Generation Conservative land. En í staðin höfum við þessa progressive fávita sem fylgja Political Correctness eins og það er hluti af DNA þeirra. Kommunista hyski.
Að horfa á Ísland í dag minnir mig gríðalega á þættina The Americans. Þó að þættirnir gerast mest í Bandaríkjunum fáum við að kynnast Rússlandi á tímum USSR. Þar sem þú verður að fylgja þessu Political Correctness til þess eins að komast áfram. Það er umræða í þáttunum þar sem KGB Officer talar um að eftir WW2 voru allir svo hræddir. Afþví minnstu mistök og þú varst skotinn. Hann var að segja frá því hvernig hann þurfti að drepa vin sinn. Hann vissi að ef hann myndi ekki gera það þá yrði hann sjálfur drepinn. Miðað við það sem ég hef lesið um USSR þá eru þessir þættir, sem ég veit að eru bara "þættir" mjög líkir USSR. Enda er ekki erfitt að læra um hitt og þetta land til þess að skrifa sögu og eða handrit um þau.
Spurningin er hinsvegar, mun Ísland eitthvern tíman vera eitthvað meira en það er í dag? Síðustu 1000 ár og við erum sama sem á sama stað nema það er orðið MIKLU erfiðari fyrir Íslendinga að fjölga sér útaf fjárhag Íslands. Ef fjármálin myndu leyfa það gætuði átt 10 manna fjölskyldu. Heilt risa stórt tveggja hæða einbýlishús. Tvo bílskúra.
Hvað mynduði segja ef ég myndi segja að þetta er hægt fyrir Ísland? Að umbreyta þessari ógeðslegru progressive stefnu sem þessir viðbjóðslegu flokkar hafa troðið á okkur Íslendinga síðustu 30 ár. Ég horfi á fréttir af Íslensku fólki búandi í húsbílum á veturna. Ég horfi á fréttirnar og sé Pólverja sem komu til Íslands og UNNU!!! búandi á götunni. Svo eitthvernvegin er til leið fyrir flóttafólk að fá hús yfir höfuð sitt og fjármagn í vasa sinn. Flóttafólk sem eru að flýja lönd sem er ekki einusinni stríð í. Flóttafólk sem hoppar yfir 20 lönd til þess að komast til Íslands afþví hin 20 löndin voru ekki með nægilega gott velferðarkerfi fyrir þau. Ég virkilega sá frétt frá einum flóttamanni á Ítalíu vera vælandi um að ríkið gefur honum hús til að lifa í og 500 Evrur á mánuði. 500 Evrur eru um 82.000kr í dag. Ef þú gætir lifað í fríu húsnæði á Íslandi með 82.000kr í vasan á mánuði. Myndi það virkilega ekki virka fyrir þig? Það væri erfitt en munum eitt... Það er mun ódýrari að lifa á Ítalíu þannig þessar 500 Evrur ættu að vera nóg til þess að fjármagna mat yfir mánuðinn.
Þetta höfum við þegar við gætum verið að hugsa um okkar eigið fólk. Fólkið sem hefur unnið á Íslandi en dettur út útaf slysum og eða öðrum ástæðum. Það fólk fær ekkert. Flóttafólk sem hefur ekki unnið dag í lífi sínu á Íslandi og mun aldrei gera það fær meira en nóg.
Trúið mér þegar ég segi ykkur þetta. Hvaða flokkur sem til er sem segir að þau munu berjast gegn og eða hægja á innkomu flóttamanna munu ekki gera skít til þess. Afþví munið það sem þið virðist gleyma hver einustu fjögur ár. Þær "Heitu umræður" sem eru í gangi þessa mánuðina. Munu þau tala um, munu þau lofa ykkur hinu og þessu. Svo þegar þau sitja á Alþingi hverfur það allt. Aftur og aftur.
Ísland átti að vera land fyrir frumkvöðla. Fyrir þá sem vildu sjá og búa til nýja veröld. Í staðin erum við með (gróf lýsing) túnguna svo djúpt í rassgatinu á ESB að það virkilega er ekki hægt fyrir neinn af okkur að gera neitt fyrir Ísland. Ekki ein Íslensk mannvera getur komið hugmyndum sínum fram og breytt stjórnkerfinu. Afþví ESB ætlast til þess að Ísland er stjórnað á ákveðinn hátt og stjórnmálaflokkar Íslands munu tryggja að það verði gert.
Við virkilega og ítreka ég það. Við virkilega þurfum að rífa þetta kerfi niður og gjöreyða því. Smíða nýtt og betra Ísland fyrir nýja og betri framtíð Íslendinga. Ísland er framtíðin. Ekkert herveldi eða heimsveldi gæti stoppað það sem Ísland gæti orðið að.
Ég segi það aftur:
Svo við getum orðið breytingin sem Ísland þarf þurfum við fyrst að eyða krabbameininu sem Ísland er. Þessi breyting þarf að koma. Hvort sem Íslendingar vita það eða ekki. Hvort sem Íslendingar vita ekki hvort þau vilja hana eða ekki. En á endanum myndu Íslendingar elska þetta nýja Ísland. Með viðbættu að önnur lönd myndu horfa til okkar og taka upp það sem við höfum.
Athugasemdir
Fólk á minni pening vegna þess að ríkið er að þenast út. Allur peningurinn fer óhjákvæmilega þangað.
Og ríkið þenst út vegna þess að það er ekkert sem stoppar það. Það er engin vald-dreifing. Og fólk vill ekki vald-dreifingu, því það myndi þýða persónulega ábyrgð, og það eru mjög fáir sem kæra sig um slíkt. Ekki heldur ríkið.
Svo enginn ber ábyrgð á neinu. Og allur peningurinn fer í ríkið, sem skemmir á hverjum degi meira.
Þetta er úrkynjun. Hnignunin verður skyndileg og hröð þegar hún gerist.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.10.2020 kl. 17:18
Já, fólk er heilaþvegið í að hafa enga persónulega ábyrgð hvort sem það veit það eða ekki. Mannvera fæðist ekki svona gríðalega dofin gagnvart því sem er að gerast í umhverfi sínu.
Einar Haukur Sigurjónsson, 24.10.2020 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.