18.10.2021 | 09:26
Þú ert hetja ef þú deyrð úr krabbamein. Þú ert ræfill ef þú drepur þig.
Í meira en áratug hef ég verið að reyna vekja athygli á sjálfsvígi, þunglyndi og því um tengdu í gegnum pínu litlu blog færslur mínar. Það var ekki fyrr en í sumar sem ég sá "frægt" fólk tala um það og þá allt í einu er það merkilegt.
Búum til tvær sögur um mig sem getur átt við um þig. Þær eru bæði sannar, ýktar og lygar.
Ég heiti Einar Haukur Sigurjónsson. Ég er fæddur 25 Október 1983. 25 Október 2021 hefði ég orðið 38 ára. En ég lést 37 ára gamall sumarið 2021...
Árið 2018 greindist ég með blöðruhálskirtill krabbamein. Það var gert allt til að reyna bjarga lífi mínu. Það stóðu allir með mér. Ættingjar sem ég vissi ekki einusinni af voru allt í einu að hafa samband við mig. Styrktarsjóðir til að senda mig til Svíþjóðar í öfluga geislameðferð og lyfjameðferð nokkrum sinnum. Virkaði ekki. Vinir úr æsku byrjuðu allt í einu að hafa samband. Veita mér stuðning. Það var leiðinlegt að deyja en ég dó ekki aleinn. Ég dó í faðmi vina og fjölskyldu. Þau sögðu öll að ég væri hetja frá því að ég var greindur þangað til líf mitt endaði.
-
Ég heiti Einar Haukur Sigurjónsson. Ég er fæddur 25 Október 1983. 25 Október 2021 hefði ég orðið 38 ár. En ég lést 37 ára gamall sumarið 2021...
Ég var gríðalega lífsglaður ungur maður. Það var virkilega ekki hægt að finna persónu sem lét annað fólk sem leið ílla líða betur og ég.
En svo gerðist það... 1 Juní 2003 akkúrat 06:15 að morgni til stungu tveir varnarliðsmenn mig að ástæðulausu. Það er löng saga að skrifa um málið sem fylgdi því en lífið varð alltaf verra og verra. Þá fyrst fékk ég að kynnast þunglyndi. Þá fyrst, sumarið 2003 reyndi ég sjálfsvíg. Það var tilviljun að lífi mínu var bjargað... Læknir áskrifaði eitthver lyf á mig sem gerðu mig gríðalega þunglyndan við fyrstu töflu. Þá taldi ég lyfið ekki vera virka og tók aðra. Áður en ég vissi af var ég búinn með kassan. 30 töflur. Man ekki nafnið á lyfinu en þetta var tímabil sem ég var mikið á "Ircinu" og "Counter-Strike". Ég sat við tölvuna og var alltaf að detta á lykklaborðið. Var alltaf að missa meðvitund og fá meðvitund og þar með rúllandi höfðinu á lykklaborðinu skrifandi "sjðksdfgðis0ghds'er'0he'be" á rás sem hét Counter-Strike.is og öðrum stórum Irc rásum. Yngri bróðir minn var í öðru herbergi og sprakk úr hlátri og kom hlaupandi inn í herbergi mitt hlæjandi með spurninguna "afhverju gerðiru þetta?" Hann tók eftir að ekki var allt í lagi með mig og kallaði á föður minn. Faðir minn skildi ekkert hvað var að gerast og trúði ekki að lyfin ættu að hafa þessi áhrif. Hann vildi lesa lyfseðilinn. Þar fann hann tóman kassan í ruslinu. Hringt var á sjúkrabíl og ég sendur á Heilsugæslustofnun Suðurnesja. Þar sem ég var neyddur að drekka svartan vökva sem þau kölluðu kol. Sem lét mig æla og æla og æla. Ég sagði að mér þætti "vont" að láta troða alltaf rörinu ofan í kokið á mér aftur og aftur. Ógeðslegi viðbjóðurinn sem telur sig vera hjúkrunarkonu af því hún byrjaði að vinna þarna þegar hún var ung og þurfti enga reynslu eða þekkingu virkilega sagði "Svona er þetta þegar maður leikur sér að taka of mikið af lyfjum". Hún virkilega sagði "Leikur sér". Einhver viðbjóður sem vinnur við að skipta bleyjur á gömlu fólki. Eins og sjálfsvígstilraun mín var einhver "leikur".
Árin liðu með þunglyndinu byrjuðu vinirnir og ættingjar að hverfa. Þau vildu ekki umgangast manneskju sem hafði sama sem ekkert að segja. Hafði ekki áhuga á að fara í bío. Hafði ekki áhuga á að fara "djammið". Hafði ekki áhuga á að gera neitt. Úr risa stórum vinahóp niður í 3 sem maður talar við þrisvar á ári.
Sumarið 2021, 37 ára gamall endaði Einar Haukur Sigurjónsson loksins lífið eftir að hafa barist við þunglyndi í heil 18 ár... Enginn stuðningur. Vinir og ættingjar létu sig hverfa. Fyrsti læknirinn sem ég hitti var landlæknirinn Sigurður Guðmundsson og hann virkilega sagði og móðir mín var vitni af því af því ég var kvíðinn að fara út einn 19 ára gamall eftir hnífstúnguárásina. Orð hans voru: "Þú ert ungur, gaktu þetta af þér".
Eftir 18 ár að "Ganga þetta af mér". Tók Einar Haukur Sigurjónsson líf sitt sumarið 2021, 37 ára gamall. Ræfillinn hann Einar sem gat ekki "Gengið þetta af sér". Ræfillinn hann Einar sem virkilega gerði fjöslyldu sinni það að taka sitt eigið líf. Ræfillinn hann Einar sem virkilega hafði ekki styrk til að þola þetta líf. Ræfillinn hann Einar sem gekk í gegnum þetta allt aleinn. Ræfillinn hann Einar sem hafði ekki nægilega mikinn styrk í sér til að þola þetta líf. Ræfillinn hann Einar sem þurfti að þola 18 ár af þunglyndi og á þeim tíma þola það að lögreglan í Reykjanesbæ skemmir fyrir honum tækifæri hans til að koma lífi sínu á rétta braut. Sem þurfti að þola svo mikið aftur og aftur og aftur öll þessi 18 ár.
Fjölskylda hans getur hatað hann eins mikið og þau vilja. En þau geta verið þakklát fyrir það að þetta var lítil jarðaför. Enda ekki margir sem höfðu áhuga á að mæta í jarðaförina hans Einar sem var svo mikill ræfill að enda líf sitt núna síðasta sumar.
-
Sjáiði muninn? Einn Einar er þvílík HETJA!!!! Fyrir að deyja úr krabbameini. Fyrir að berjast við krabbamein í 2-3 ár. Hinn Einar er algjör aumingi fyrir að enda sitt eigið líf. Af því þunglyndi endaði loks líf hans. Fyrir að berjast daglega í 18 ár við þunglyndi aleinn. Missa vini ár eftir ár. Það er enginn vinir þunglynda Einars að koma heim til hans og troða sig inn á hann. Draga hann í bío. Draga hann út. Það er bara meiri áföll ofan á áföll á þunglynda Einar sem sést í þessari blog færslu:
https://dyrlingur.blog.is/blog/dyrlingur/entry/2269532/
Þetta var nefnilega svo auðveld lífsreynsla á þunglynda Einar sem var samt að ganga vel. En það þurfti alltaf að troða meiri og meiri áföll á hann. "Ohh hann var stunginn, hann er reiður út í Íslenska ríkið. Hann er Anders Behring Breivik Íslands..." Rústum framtíð hans í skólanum. Tökum hans litlu orku af lífi sem hann hefur af honum.
Þetta er munurinn á fólki sem deyja sem hetjur og einhverjum ræflum sem deyja sem ræflar. Er það ekki?
Takk fyrir að lesa. Öll þið 15. Vonandi lærðuði eitthvað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.