26.8.2021 | 11:13
Ég held ég sé hræsnari
Ég er ástfanginn af Íslandi. En ég virðist vera ástfanginn af minni eigin hugmyndafræði um hvernig Ísland eigi að vera. Ég hef mína hugmynd af þessari fullkomnu paradís. Þar sem það er næstum sama sem engin ríkisstjórn. Það er að segja sem er að skipta sér af allt og öllu í lífi þínu. Það þarf auðvitað alltaf ríkisstjórn. En ekki ríkisstjórn sem er með barnameðferð sem hefur of mikið vald til að fara inn í heimili fólks fyrir hitt og þetta. Þegar þau skipa okkur öllum að taka bóluefnin og börn Íslands. Mun akkurat þessi barnameðferð mæta á svæðið og segja þér að bólusetja barnið þitt þangað til þú gerir það og eða taka börnin þín af þér. Við þurfum ekki svoleiðis SS samfélag. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem er virkilega að skipta sér af allt og öllu sem þú gerir í lífi þínu. Við þurfum ekki ríkisstjórn í allt og öllu.
Hver er mín ímynd af þessu fullkomna Íslandi? Ég hef gefið ykkur brot af því áður ef ég man rétt. En ég sé fyrir að leggja niður þessa svokölluðu nútíma ríkisstjórn sem er ekki að gera neitt. Ríkisstjórnin væri fyrirtæki. Ísland væri fyrirtæki. Þetta fyrirtæki í staðin fyrir að vera skipta sér af allt og öllu sem þú gerir. Vinnur í því að hjálpa þér að láta þína drauma rætast. Með því að koma sem flest fyrirtæki í gang á Íslandi. Ef þú mætir með góða hugmynd af fyrirtæki sem þau sjá, trúa og sjá að muni blómstra munu þau gefa þér fjármagn til að stofna það fyrirtæki í staðin fyrir hlutabréf og eða hlut í fyritæki þínu. Svo mun fyrirtækið Ísland aldrei skipta sér af þínu fyrirtæki svo lengi sem þú ert í grænu. Ef þú ert í rauðu aftur og aftur og aftur. Horfið. Það væri svo mikil atvinna á Íslandi. Svo miklir peningar á Íslandi. Munið allir vilja fjárfesta í fyrirtækjum sem ganga vel. Við værum virkilega að sjá fjárfesta um heim allan troða peninga í fyrirtækið Ísland. Sem myndi gera það að verkum að fyrirtækið Ísland gæti gert það sem það mun gera. Hverjir munu stjórna? Það verður allt horfið... Þetta kosningar kjaftæði. Þessi lygara lúsera stjórnmálamenn sem gera ekkert nema nota skattpeninga Íslendinga fyrir sjálfan sig. Við eigum allt í einu pening til að bjarga 120 flóttamönnum frá Afghanistan en við getum ekki hjálpað fólki á götum Íslands.
En aftur hverjir myndu stjórna? Þú, ég, við. Það væri svokallaðir stjórnarmenn(Board Members) sem myndu stjórna fyrirtækinu Ísland. Trúið mér. Það væri fólk sem myndi elska Ísland og hugmyndafræðina sem ég er að deila. Af því þetta fólk væri langt í frá að moka inn launum. Þau væru ekki að fá fjárstuðning til að lifa á. Bensín pening. Ferða pening. Allt sem fylgir stjórnmálamönnum. Þetta væri virkilega bara vinnandi fólk með lítil laun fyrir það sem ég sé fyrir vera gríðalega mikla vinnu. Enda er ekkert auðvelt að stýra og stjórna svona stóru fyrirtæki. Þetta lið gæti ekki fundið leiðir til að koma fjárstuðning í fyrirtæki fjölskyldu og eða ættingja sinna. Þetta fólk gæti ekkert gert til að sýna einni persónu meiri áhuga umfram aðra. Af því það væri heil deild sem myndi fylgjast með þeim og þeirra "meðal launum" og hvaða fyrirtæki þau samþykja og ekki. Af því þau samþykja fyrirtækin svo er það sent í allt aðra deild sem rannsaka allt um tengsl á milli fólksins sem vinna sem stjórnarmenn og fólkið sem er að sækja um. Ég er ekki að segja að það geti ekki "slysast" að einhver ættingi hafi hugmynd af góðu fyrirtæki. En eins og ég sagði, það væri heil önnur deild sem myndi bara vinna við að rannsaka það. Þannig enginn gæti farið þarna inn og unnið á sínum meðal launum og sprengt upp nokkur fyrirtæki fyrir sig og ætt sína. Svo bailað ríkur. Það myndi ekki gerast í næstu 5000 árin sem Ísland væri að verða úr engu yfir í heimsveldið sem það verður. Ímyndið ykkur að öll fyrirtæki á Íslandi yrðu undir þeim. Þannig það yrði vinna fyrir alla Íslendinga. Það yrði endalaus peningur í Íslandi frá erlendum fjárfestum. En hvað um mig? Eruði að hugsa sem eruð komin á eftirlaun eða öryrkjar. Hvað um ykkur, ég skal segja ykkur hvað um ykkur. Þið getið gengið inn í hvaða 2000 manna fyrirtæki á Íslandi, hvaða 20 manna fyrirtæki á Íslandi. Sótt um þessi laun. Fyrirtækið mun meta ef þau geta gert sér og starfsmönnum sínum það að taka við þér sem bótaþega. Þau gætu sagt "já, við gefum þér 20.000kr á mánuði". Svo hopparu inn í næsta fyrirtæki. Færð 20.000kr þar. Næsta og næsta. Þangað til þú ert komin með ákveðin mörk af fjárstuðningi frá fyrirtækjum að þú gætir ekki fengið meiri. Þannig hvort sem fyrirtæki gefur þér 5000kr á mánuði eða 250.000kr. Þú getur fengið ákveðið magn frá eins mörgum fyrirtækjum og þú getur til þess að tryggja að þú sem mannvera sem getur ekki unnið fáir þau laun sem þú þarft. En þú þarft þá að sannfæra fyrirtækin ein og sér. Ertu atvinnulaus? Ekkert mál, við getum reddað þér vinnu. Þú segir "Nei, ert ekki að leita eftir því..." boom. Fyrirtækið mun segja "Heyrðu, við erum ekki heldur að leita eftir að styðja fólk sem getur unnið en vilja það ekki". Þannig það væri enginn að svindla á kerfinu. Það þyrfti að sannfæra fyrirtækin um að styðja þig. Svo hefur þú bara ákveðna upphæð sem þú getur fengið til þess að lifa lífinu þínu. Svo væri eitthver lítil stofnun í landinu sem myndi akkurat sjá um þetta. Hvort þú getur unnið eða ekki. Hvort þú hafir rétt á að sækja um laun eða ekki sem "starfhæf mannvera eða óstarfhæf".
Eins og ég sagði. Þetta er svo stórt í huga mínum. Fallegt og öflugt. Þetta myndi gera það að Ísland yrði að heimsveldi. Það yrði endalaus peningur í landinu. Við værum virkilega miðjan sem við erum af peningum farandi frá Asíu inn í Evrópu og til baka. Fara frá Asíu inn í Ameríku og til baka. Farandi frá Ameríku til Evrópu og til baka. Fyrirtæki gæti verið með 100.000 starfsmenn í Evrópu, Ameríku og Asíu en það væri staðsett á Íslandi. Ísland myndi virkilega vera landið sem mun rísa úr þessari ösku sem vesturlöndin eru og verða það heimsveldi sem það mun verða. Ísland myndi verða nýja ljósið í myrkrinu. Það gætu virkilega verið fyrirtæki um heim allan að gera hitt og þetta en borga Íslandi alla peningana. Af því einhver snillingur í Japan kom með hugmynd um að stofna fyrirtæki en finnur engan til að hjálpa sér. Finnur engan pening þangað til hann tekur lán og flýgur til Íslands. Sækir um að stofna þetta fyrirtæki undir Íslandi og fyrirtækið SPRINGUR UPP í Japan. Með yfir 250.000 störf um alla Asíu. Borgandi Íslandi. Af því Ísland á fyrirtækið og getur mannveran ekkert gert til að komast undan þeim samningi. Gaurinn yrði virkilega milljarðamæringur og Ísland líka. Svoleiðis fólk væri bæði í Íslandi og um allan heim. Svoleiðis fólk myndi tryggja að Ísland yrði öflugasta land á Jörðinni. Næstu Mark Zuckerberg gaurarnir. Næstu Amazon(Jeff Bezos) gaurarnir. Næstu what the fuck ever sem er að koma í þessa þróun sem við erum væru öll undir Íslandi af því enginn nema Ísland ákvað að fjárfesta í þessum snillingum og fyrir það mun Ísland vera með svo mikla peninga á Íslandi og um heim allan að eins og ég sagði. Ísland yrði miðjan í þessu nýja heimsveldi. Ísland myndi stoppa allt þetta kjaftæði sem viðkemur sósíalisma og kommunisma. Þetta yrði hreinræktuð tegund af Kapitalisma.
Það er heill hellingur í viðbót eins og sjúkrahús, heilsugæslur, sjúkrabílar, lögregla og her. En það væri allt undir svipaðri hugmyndafræði. Þetta hyski sem er að rústa veröld okkar myndi hverfa. Það sem er í gangi núna virkar ekki. Það sem hefur verið reynt virkar ekki. Afhverju getum við ekki reynt þetta?
Þetta yrði fínpússað í þá hugmyndafræði sem ég sé það fyrir sem. Það þarf fleiri en bara eina mannveru til að smíða þetta öfluga flotta ljós af veröld. Minn heili getur ekki smíðað hana einn sjálfur og hvað þá lýst henni allri í einni stuttri blog færslu. En trúið mér. Allt þetta "Social Justice stjórnmálamenn". Myndu HVERFA!
Þetta er Ísland sem ég elska. Þetta er Ísland sem ég vill að Íslendingar lifi í. Þetta Ísland er bara hugmynd. Því hlýt ég að vera takmarkaður hræsnari þegar ég segi aftur og aftur "Ég elska Ísland" þegar ég er ekki einusinni að tala um þetta rusl Ísland sem er í gangi. Þetta rusl Ísland sem á ekki pening til að bjarga Íslendingum af götum Íslands en getur allt í einu bjargað 120 Afghönum. Hvaðan kom sá peningur allt í einu? Afhverju er ekki hjálpað Íslendingum? En já augljós munur á því Íslandi sem ég elska í hausnum á mér og því Íslandi sem er í raunveruleikanum...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.