Afhverju svona lítið blogg Einar?

Ég skal svara því, fyrir ykkur sem hafið áhuga á að lesa mitt blogg.

Ég er búinn að vera bæði að læra og vinna í lífi mínu.

Eins og ég skrifaði fyrir um 18 árum í rapp texta:
"Við höfum öll okkar djöfla að draga" svo meir sem ég er ekki að fara skrifa af því það hefur ekkert með þetta að gera. En já, við höfum öll okkar djöfla að draga. Trúið mér. Líf mitt er langt í frá öfundsvert. Það er ástæða fyrir því að 15 hver blog færsla talar um "Ég var stunginn fimm hnífstungur þegar ég var 19 ára". Næstum 20 ár síðan og það er ennþá í manni eins og veira. Étandi upp hverja einustu heilafrumu sem ég hef. Svo hef ég sagt að "Besta tímabil á ævi minni var þegar ég var í fangelsi á Kvíabryggju 2004-2005". Hve ónýtt þarf líf mannveru að vera til þess að það er besta tímabil á ævi manns? Fangelsi 24 tíma, 7 daga á viku í 210 daga, eða 7 mánuði. En þannig er það bara...

Ég hefði verið fullkominn ef ég hefði fæðst í landi með her. Farið í herinn 16-17 ára(með leyfi frá mömmu). Verið í hernum ennþá í dag.

Já, ég er bara búinn að vera læra. Lesa. Meira að lesa en að skrifa. Horfa á einhver fræðslu myndbönd. Bara reyna læra að gera mig að betri mannveru í dag en í gær. Búinn að vera í samskiptum við sérfræðinga og er að fara hafa samband við fleiri sérfræðinga. Af því ég ætlaði ekki að lifa lífinu sem ég lifi í dag. En það er ekki eins og það sé mér að kenna. Hvernig væri líf þitt ef þú værir búin/n að lifa mínu lífi? Myndir alveg örugglega bera virðingu fyrir allt og öllu/m.

En já, þess vegna er ég ekki búinn að vera hérna eins mikið undanfarið. Veit ekki hvenær það breytist. Þarf að læra og með því að læra þarf maður að eyða miklum tíma í að bæði lesa og "prófa sig áfram". Er að verða verkfræðingur að smíða drón úr tölvukubbum, forriti, vírum, myndavélum og fleira stuffi. Ætla verða næsti... Þetta verð ég á Íslandi:

Eða þú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband