18.4.2021 | 07:32
Drón í stríði...
Ég ætlaði ekki að blogga mikið í dag. En ég verð að gera þessa færslu og svo tvær aðrar. Afþví ég er búinn að vera undirbúa tvær blog færslur. En þetta var bara hoppa upp hjá mér og verð ég að deila því.
Þið sem hafið lesið mínar blog færslur lengi muna kannski eftir því hvernig ég tala um Ísland sem heimsveldi og hvernig við getum varið okkur og okkar veldi. Ég nefndi að við myndum nota mikið af drónum. Talaði um að við værum með svokölluð "Flugmóðurskip" nema troð full af öflugum drónum. Eitt af þessum drónum áttu að vera drón sem ég sagði að væri með ef ég man rétt 2 sprengjur og væri sprengja sjálf. Þannig þegar þú værir búinn að sprengja þessar tvær sprengjur gæti Íslendingurinn sem situr heima og eða á flugmóðurskipinu sent drónið sjálft beint á skotmark. Þvílíka öfluga sprengingin sem myndi verða. Þannig sá ég þetta fyrir.
Ég er ekki að segja að ég hafi einkarétt að fá hugmyndir. Ég er ekki að segja eins og einhver sækó að "fólk út í heimi eru að stela hugmyndum mínum". Persónulega trúi ég að við sem mannverur erum mun tengdari en við vitum. Annaðhvort höfum við ekki þróað heilan til þess að vera samtengt og eða við komum í veg fyrir það með því námi sem troðið er á okkur.
Hvað haldiði að gerist ef þið kennið barni ekki "þetta túngumál" en kennið barninu tölvutúngumál? Það er að segja frá fæðingu lærir barnið ekkert nema að forrita. Skilningur barnsins kemur í formi kóða í tölvum. Við sem vitum eitthvað vitum að börn eru best að læra túngumál. Við getum sem börn lært nokkur túngumál í einu. Þess vegna er látið börn læra að skrifa, læra nokkur túngumál, læra tónlist og svo framvegis. Getiði ímyndað ykkur barn sem lærir fyrst kóðun, fyrst forritun og svo Íslenska túngu? Það barn myndi forrita öflugustu forrit á JÖRÐINNI!!!!
Það sem ég er að segja er að ég trúi að mannverur eru að takmarka sig með "þessu". Við sem mannverur gætum verið mun þróaðari. Heili okkar gæti verið með 200 í greindavísitölu eins og ekkert. Það væri "meðal greindavísitala" okkar. En höldum áfram. Ég trúi að veröldin sendir boð í heila okkar um hugmyndir til að smíða hitt og þetta. Þess vegna erum við að sjá Pýramída um allan heim. Þess vegna erum við að sjá fólk með sverð, skjöld og örvar um allan heim á ákveðnum tíma. Fólk sem hafði aldrei rekist á hvort annað.
Þess vegna þegar ég talaði um að það væri gríðalega öflugt að hafa drón sem væri sprengja sjálf líka. Þá átti ég ekki þá hugmynd. Fólk fær sömu hugmyndina um heim allan. Spurningin er bara hver smíðar hana fyrst. Ekki nema við ætlum að fara segja að þetta lið er núna að lesa blog færslur mínar og smíða hluti út frá þeim. Nei...
En sjáið þetta! Sjáið hve öflugt þetta er. Sjáið hve vel þetta gæti verndað heimsveldi okkar! Án þess að fórna mannslífum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.