21.3.2021 | 12:58
Þegar ég horfði á Reykjavík
Sem fæddur maður í Keflavík og uppalinn í Keflavík, Reykjanesbæ. Stóð ég oft við sjóinn í góðu veðri. Hvort sem ég var við Bergið á milli Helguvík og Smábátabryggjuna í Keflavík. Við fjöruna í Keflavík. Í bryggjunni í Keflavík. Í gegnum árin horfði ég á Reykjavík. Ég get ekki sagt afhverju afþví ég hef aldrei viljað búa í Reykjavík. Þó svo ég hafi ekkert nema gott um borgina að segja. Ég hef eytt mörgum löngum nóttum í Reykjavík. Eins og Reykjanesbæ. Er varla gata í allri borginni sem ég hef ekki annaðhvort gengið á eða ekið á. En þrá mín að horfa frá Keflavík yfir sjóinn til Reykjavíkur var bara mín þrá. Mín þörf. Að sitja í móanum hjá Berginu og horfa til Reykjavíkur eða standa við sjóinn og horfa yfir. Hvort sem ég fór viljandi að sjónum til þess að horfa til Reykjavíkur eða hvort ég gerði það afþví það var heppilegt. Hvort sem það var um miðjan dag eða um miðja nótt, til að sjá ljósinn í höfuðborginni skína. Það var alltaf svo róandi að horfa yfir hafið til Reykjavík. Frá því að ég var barn alveg þangað til ég varð fullþroska karlmaður. Sem gekk um Reykjanesbæ, endaði ég alltaf í því að horfa til Reykjavíkur. Það sem ég sá í gegnum tíman var þetta og man ég þetta eins og að vera horfa á myndir. Fyrst var það eina sem maður sá var turninn á Hallgrímskirkju. Virkilega ekkert annað sást. Turninn sást svo vel. Þó ég muni ekki árin get ég bara sagt að með tímanum hætti Reykjavík að vera eins og borg með húsum og blokkum yfir í hús, blokkir og stærri blokkir? Vill ekki kalla þetta háhýsi í Reykjavík afþví ég efa þessi stóru hús eru háhýsi. Það sem ég er að segja, eða reyna segja er að ég man eftir því að hafa horft á Reykjavík sem borg með fullt af húsum og hæðsta byggingin er Hallgrímskirkja yfir í að maður byrjaði að sjá fleira en bara hús. Borgin byrjaði að verða eitthvað meira.
Afhverju er ég að pæla í þessu núna? Afþví Reykjavík eins falleg og höfuðborgin okkar er. Gæti hún verið svo miklu fallegri. Ef það væri meira "skipulag" í allri óeirðinni. Blokk myndast þarna, bygging þarna, gata þarna, hverfi þarna. Guð ég sver það... Árið 2005 í góðærinu fyrir hrunið 2008. Á 7 mánuðum breyttist Reykjavík svo mikið. Öll ljós hurfu, öll gatnamót hurfu. Það voru allt í einu hringtorg útum allt. Núna er bara byggt hverfi hér og þar, alstaðar. En getiði ímyndað ykkur ef það væri skipulagt. Planað. Öll fallega náttúran í Reykjavík er næstum horfin. Það sem gerði Reykjavík að því fallega listaverki sem ég ólst upp við að horfa á yfir sjóinn er líka horfið. Þannig bæði að innan og að utan er Reykjavík að hverfa sem gullið sem það var og eða getur verið.
En eins og þau segja. Reykjavík er ekki lengur lítil saklaus borg.
Það er samt sorglegt að það er virkilega sama sem engin virðing fyrir fortíð Íslands í þessari borg.
Það væri gaman að smíða 10-15.000 manna bæjarfélag frá grunni. Teikna það upp. Skipuleggja hvað er hvar. Alveg frá miðju og út. Hver einasta gata, hús, verslanir, náttúra og fleira. Meira segja bæjarfélagið sjálft væri listaverk séð að ofan.
En þannig er það. Fólk vill bara græða peninga. Þeim er alveg sama um menningu, sögu, ímynd og sál Íslands.
Planið er bara að byggja hverfi "þarna" og græða. Þegar Ísland gæti verið svo mikið mikið meir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.