28.11.2020 | 00:36
Stærstu mistök í lífi mínu!
Stærstu mistök í lífi mínu var árið 2005. Árið sumar 2005 hefði ég átt að pakka saman í bakpoka. Kaupa mér miða til Frakklands. Finna inngöngu í Frönsku Útlendingasveitina. Ace-a inngönguna. Það er fyrst próf í spurningum. Rústað því. Svo tölvu. Rústað því. Svo hefði ég verið í æfingu og ég væri í alvöru bestur af þeim bestu. Ég yrði sendur í svokallað Special Forces. Man ekki hvað það var kallað en það tengist "Airborn Infantry" eða því um líkt... Þar sem maður hoppar úr fallhlífastökki. Það væri líf mitt í fimm heil ár. Þar sem ég væri í Afghanistan, Írak og eða Suður Ameríku. Veit ekki. En ég væri virkilega "The Best of the Best" af Frönsku útlendingahersveitinni.
Ég væri virkilega milljóna evru þjálfaður hermaður.
2010... Væri val fyrir framan mig, 5 ár í viðbót eða hætta? Ég myndi velja 5 ár í viðbót. 2015 myndi ég hætta eftir 10 ár af Frönsku útlendingahersveitinni. Kæmi virkilega út sem alvöru bestur af þeim bestu heim til Íslands.
Líf mitt væri þúsund sinnum öflugri í dag en það er. Ég væri með svo margar viðurkenningar að hver einasti forseti Frakklands myndi þekkja nafn mitt.
Þetta er það sem ég vill fyrir Íslendinga. Ég vill ekki að Íslendingar fari í stríð. En ég vill að þau hafi þann valmöguleika á að geta þjálfað líkama sinn í það besta sem hann getur orðið. Íslenskir hermenn væru virkilega "Seal Team Six" blandað "Delta Force" blandað "SAS" blandað "Spetsnaz" blandað meira. En svo öflugir væru Íslenskir varnarliðsmenn NATO. Þau hefðu það val að geta barist í stríðum NATO en þau þurfa það ekki afþví þau eiga vera öryggisveitir fyrst og fremst. Þannig við værum að búa til Íslensk ungmenni sem hefðu bestu líkama sem þau gætu haft á ævi sinni. Besta aga sem þau gætu haft á ævi sinni. Besta sem þau geta verið á ævi sinni fyrir utan þessi svokölluðu "áfallastreituröskun" sem fylgir stríðum. Þannig Ísland væri virkilega með öflugasta öryggiseit á Jörðinni. 250 Íslenskir varnarliðsmenn(Víkingar) væru öflugir en 2500 sérsveitamenn í hvaða her á Jörðinni.
Íslendingar eiga hafa valið að geta farið í það að gera líkama sinn, huga, aga og svo framvegis að því besta sem það getur orðið. Án þess að vera send í eitthver stríð um heim allan. Þetta lið væru 100.000 sinnum öflugri og betur þjálfaðir en Víkingasveit lögreglunnar.
Þessi mannskapur væri þjálfaður með þá þjálfun að þau geta unnið saman 5, 15, 30, 60. Skiptir ekki máli. Þau virkilega eru þjálfuð í að, eins og köngulógarvefur. Hvert einasta silki gerir vefinn öflugri. Hver einasta manneskja gerir hópinn öflugri.
Þetta á Ísland skilið. Þetta gæti haldið ungu fólki frá því rugli sem er í gangi á Íslandi í dag. Fentanyl og Xannax, öllu því drasli. Í staðin fyrir að alast upp í svörtu samfélagi væri sól og framtíð í lífum þeirra. Afþví hver einasti Íslendingur skiptir máli.
Þetta er framtíð mín fyrir Ísland. Að gera Íslendinga það besta af því sem þau geta orðið sama hvað þau velja. Vilja ekki herþjálfun? Engin neyðir þau í það. Velja bara annað og læra að vera best í því.
Ég hinsvegar vildi bara segja mín mestu mistök á ævi minni. Ef ég gæti farið til baka væri það til 2005, sumar. Fjölskyldan fór til Spánar. Í staðin fyrir að fara heim til Íslands með þeim. Hefði ég farið til Frakklands. 22 ára gamall, beint í Útlendingahersveit Frakklands.
Það eru mín mestu mistök á mínu langa lífi!
Takk fyrir.
Kær kveðja.
Einar Haukur Sigurjónsson.
Maðurinn sem ætlar að vinna með ykkur að gera Ísland betra land en það þegar er! Evrópusambandið þykist geta sagt hinum og þessum löndum hvað er hvað. En Ísland mun vera landið sem mun virkilega hlæja!!! Ef þau reyna það við Ísland.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.