Supernatural þættirnir!

Heil og sæl... Supernatural þættirnir voru að enda eftir 15 season. Þessir þættir byrjuðu árið 2005. 2 season voru liðin þegar bróðir minn var að mæla með honum. Ég hafði auðvitað engan áhuga. En þegar kom að Season 5 hafði ég ekkert að horfa á... Þá var árið 2009-2010. Þannig ég hef verið um 26-27 ára. Ég byrjaði að horfa á Season 1, gekk vel. Season 2. Gekk mjög vel. Ef ég man rétt... Þá var það Season 3 sem gerði mig virkilega háðan. Nei var að leita það uppi. Season 4 gerði mig háðan! Fyrstu seasonin voru bara skrímsli og demons. En í Season 4 kom fkn ENGILLINN CASTIEL!!!! Sem var með okkur í 11 Season í viðbót.

En á leiðinni lærum við að "Himnaríki" er... Ætti að segja SPOILER ALERT!!!
Himnaríki er bara rerun af þínu besta tímabili á ævi þinni. Aftur og aftur og aftur inn í eitthverju herbergi. Svo hoppum við inn í heimskari endir en fkn Game Of Thrones. Season 15 Episode 19 af 20... Afhverju 19 ekki 20? Afþví að í fyrri seasonum hefur svokallaður "Nephilim" verið að lifa með þeim. Hann heitir Jack. Hann er Nephilim í formi það að hann er sonur Lucifer og kvenmann(mannveru). Englar mega ekki stunda kynlíf með fólki og eru meira segja til sögur í Biblíunni um fallinn engil sem heitir Azrael. Azrael af eitthverri ástæðu er djöfull í þáttunum en hann er í alvöru fallinn engill afþví hann tók á sig form manna og stundaði kynlíf með kvenmönnum og kvenmennirnir báru "Nephilim". Eða risa börn. Börn sem urðu að risum. Það er meira segja eitthvað fjall á Jörðinni sem á að vera fangelsi Asrael ef ég man rétt. Ekki úr þáttunum "alvöru". Þegar fjallið titrar er það afþví Azrael er reiður. Sem sagt, Jarðskjálfti = Reiður fallinn engill. En í þáttunum, Erki Engillinn Lucifer stundar kynlíf með kvenmanni og venjulegt barn verður til sem er barn í einn dag og verður svo fullþroska ungur maður. Sá ungi maður eitthvern veginn stal orku úr hinu og þessu. Í þáttunum Dean and Sam voru þeir í stríði við Guð. Jack stal orkunni úr Guð og breytti honum bara í mannveru. Þannig Guð endar bara sem "mannvera" í Season 15, Episode 19. Awesome right? Jack, nýji Guðinn yfirgefur þessa tvo menn bara eins og ekkert eftir það. Hann er auðvitað nýji Guðinn og segist "I will be around". Nema hvað. Episode 20, um miðjan þátt. Deyr Dean, einn bróðirinn. Eftir 15 þáttaraðir af þeim að biðja hvort annað að gera ekkert til að lifga hvort annað við en gera það samt(Já, þeir hafa dáið svona 100 sinnum). Kemur Dean aftur með ræðuna deyjandi "Ekki lífga mig við, farðu og lifðu lífi þínu... Bla bla bla". Öll Seasonin á undan lofaði hann Dean að gera það en um leið og Dean var dauður fór hann í að finna leið til að lífga hann við. Cmon, þeir virkilega hafa GUÐ!!! Með sér í liði núna "Dear Jack, Will you please bring my brother back". Smellir fingrunum og Dean er lifandi aftur. En það gerist ekki. Dean fer til himna og Sam heldur lífi sínu áfram. En himnaríki er breytt. Í staðin fyrir að vera rusl milljarðar herbergi á repeat. Er þetta orðin risa stórt ríki. Þar sem allar mannverur lifa. Ofan á það allt er tíminn í himnaríki styttri en á Jörðu. Þetta er breyting sem Jack kom á himnaríki. Þannig Dean keyrir um á bílnum sínum fræga í um 5 mínotur, á sama tíma er verið að sýna Sam lifa lífi sínu. Eignast barn, kenna barni, eldast og eldast. Deyja úr elli svo poof. Er hann kominn til Dean í Himnaríki 5 mínotum seinna. "Jafn ungur og hann var þegar Dean dó". :P Ekki eins og gamalt rotnandi lík. Furðulegt. En já... Fær mann til að spyrja sig. Hvað varð um alla hina? Ef það tekur 5 mínotur fyrir fólk að lifa allt sitt líf. Afhverju kom sonur Sam ekki strax á eftir? Afhverju kom Guð sjálfur ekki strax á eftir. Munið, gaurinn sem var Guð en var breytt í mannveru af Jack(Nýja Guðinum). Fer hann til helvítis? Afhverju? Fyrir að vera Guð, skapa hluti og eyða þeim? Nei... Ekki séns. Því fer hann til himnaríki. Afhverju er hann ekki þarna líka. Svo endalaust meira. Afhverju poppar barnabarn Sam ekki inn 10 mínotum seinna? So on og so on? Reglan hefur alltaf verið að dagur á Jörðu getur verið nokkur ár í himnaríki eða helvíti. Þannig afhverju er himnaríki ekki að fyllast á klukkutíma? Það tók Sam 5 mínotur að verða rotnandi lík. Hve margar mannverur myndu deyja þar á milli og þangað til? Allt á 5 mínotum. Ofan á það gæti mannkynið virkilega orðið fyrir heimsendi á svona fljótum tíma. Dean er rétt kominn til himnaríkis og það er strax orðið fullt? Að vera í himnaríki í viku og Jörðin væri orðin 20.000 árum eldri.

 

Fuck ass stupid endir! Þúst VIRKILEGA!!! ENDAR ÞETTA SVONA!?!?!?!?!! Maður er búinn að horfa á þetta og horfa á þetta og horfa á þetta. Verð að segja þetta eru GEÐVEIKT!!! Góðir þættir. En þetta er versti endir í sögunni. Verri endir en Game of Thrones. En samt ekki þannig endir að hann stelur af manni allt og öllu eins og Game of Thrones. Að horfa á Game of Thrones og svo endirinn er eins og "Virkilega?" Jon Snow byrjar Watcher on the wall. Jon Snow endar Watcher on the wall. Verndandi HVAÐ!?!?!?! Allt norður fyrir vegginn er DAUTT!!!!! Veggurinn er í rústi. En það er "refsing". Að horfa á Game of Thrones og fá þá hnífstungu í maga sinn er eins og "Eyddi ég virkilega x löngum tíma í að horfa á þetta rusl?" Ég hef meira segja reynt að horfa á Game of Thrones aftur en get það ekki afþví endirinn er svo lame. Ég get örugglega horft á 15 season af Supernatural aftur, þó mér er ílla við endirinn. En já, varð bara væla um þetta...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband