Karlmenn nútímans...

Ég get ekki sagt ykkur hve oft ég hef rekist á hóp af karlmönnum og eða einstakan karlmann sem getur ekki einusinni skipt um dekk á bíl. Í alvöru, þið getið ekki ímyndað ykkur hve oft ég hef rekist á fólk, karlmenn nútímans sem kunna ekki einusinni að skipta um dekk á bíl.

Ég man þegar ég var barn þá í hvert skipti sem eitthvað varð að hjóli mínu fór ég með það til pabba. Pabbi gat lagað allt. Í hvert skipti sem eitthvað þurfti að laga sem ég átti. Tók hann mig með. Kenndi mér. Til dæmis ef dekkið á hjól springur, taka slönguna og pumpa hana og setja í vatn og sjá hvar loftbólur koma út. Þá þurrka þann stað og setja plástur á hann. Ef gírarnir hættu að virka, kenndi mér að laga það. Allt. Kenndi pabbi minn mér að laga og kann ég það ennþá í dag.

Hvað er að karlmönnum í dag? Geta ekki skipt um dekk á bíl? Geta ekki lagað vaskana sína, niðurföll. Endalaust meira. Virkilega 100% Beta Males. Liggur við að kvenmenn geti gert meira en þeir þegar kemur að því að laga hluti.

Ekki einusinni koma með "Það eru aðrir tímar núna, allir hafa Android, Iphone" og allt það bull. Afþví ég virkilega ólst upp í því tímabili þegar Atari, Nintendo og allar þessar tölvuleikja vélar voru að koma út. Þannig ég var líka bein tengdur Atari, Nintendo, PC, og svo framvegis spilandi heilan helling. Nema munurinn á mér, foreldrum mínum og foreldrum þetta fólk í dag er sá að foreldrar mínir sögðu "Bannað að spila á milli tími og tími". "Verðið að fara út að leika". "Má bara spila klukkan þetta og þetta". Foreldrar í dag leyfa börnum sínum að hanga á þessu 24/7. Virkilega lærandi ekki neitt. The generation of dummies.

Ég man meira segja þegar fyrsti Iphone síminn kom út. Hvað lærði ég? Að spila tölvuleiki? Já. Eitthvað annað? Já, að "Crack-a" síman. As in komast inn í kóða símans og gera það sem ég vildi við síman. Það var gríðalega auðvelt. Maður var að hala niður öpp frítt. Maður var virkilega "eigandi" símans. Ekki "eign" símans. Alveg þangað til maður fékk leið á að spila þessa tölvuleiki og eða hala niður rusli í þessum símum. Apps. Getur fólk þetta í dag? Eða er það jafn useless og það er þegar kemur að skipta um dekk? Afþví ef fólk sem hengur í símum sínum 24 tíma á dag geta brotist inn í síman sinn og gert öll öpp frí og endalaust meira. Þá hafa þau allavega eitthvern heila. Þó þau hafa ekkert vit til að lifa í náttúrunni. Ég ber virðingu fyrir því fólki en það fólk sem notar bara síman eins og hann kemur. Fylgir öllum reglum síman. Breytir honum ekkert. Kann ekkert á hann annað en að hala niður app. Useless fólk.

En hvar eru karlmenn nútímans?

Var að fatta... Ég er virkilega að blogga í myrkrinu svona:

125307769_2699458703652927_8543489469401188690_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jafnvel í myrkrinu hef ég enga augasteina. Ég sé aldrei fólk með jafn litla augasteina og ég. En um daginn sá ég mynd af kvenmanni með jafn litla augasteina og ég. Svo falleg... Auðvitað týndi ég henni hahahahaha.

Ég hef lengi haft kenningu um hvað þetta er. Afþví ég get sýnt endalausar myndir af mér frá því ég var unglingur og augasteinar mínir voru svona litlir. En ég var að horfa á eitthverja náttúruþátt eitthvern tíman. Þegar ég tók eftir *trommur*. Ljón í Afríku. Með svo gríðalega pínu litla augasteina. Maður getur sagt tvennt "döhh auðvitað, það er skínandi sól yfir 300 daga ársins hjá þeim" og eða að þetta er pure hreinræktað dýr. Predator. Konungur náttúrunnar. Þannig ég fór að tengja þetta við eina af röskunum mínum. "Antisocial Personality Disorder" eða "Andfélagsleg Persónuleikaröskun". Ég komst að þeirri niðurstöðu afþví þegar ég var ungur tók ég einusinni tvær E-Töflur. Fyrst eina, svo aðra. Þetta rusl var ekki að virka þó svo þær voru HVÍTAR!!!! As in gríðalega hreinar. En ég varð allt í einu geðveikt þyrstur. Bað barþjón um vatnsglas. Hálfur líter af vatni með klaka rétti hann mér. Ég byrjaði að þamba vatnið og um leið og það gerðist... Þegar kuldinn fór úr munninum á mér niður í maga minn var eins og eitthvað sprakk inn í mér. Þvílíka alsælan. Ég hafði aldrei og hef aldrei fundið jafn góða tilfinningu. Ég var í þvílíkri alsælu. Virkilega útúr dópaður. Svo hamingjusamur. Elskandi allt og alla. Man ekki hvað skemmtistaðurinn heitir en hann var á annari hæð á "Hafnarstræti?" Man ekki, er alveg sama. Ég var að ganga út og það voru speglar á leiðinni niður. Ég leit í spegilinn og ég sver það. Augu mín voru svört. Ekkert annað. Bara hrein svört. Enginn augn litur. Ég man það svo vel... Ég var ekki E pillu poppandi dópisti. Var bara "prófa" þetta, þetta kvöld. Leikandi mér. Fékk mér bara þessar tvær hvítu töflur og fékk mér aldrei aftur. Tvær ástæður, mér leið allt of vel, svo vel að ég gat ekki stjórnað kjálka mínum. Mér leið ílla við að líða vel. As in þegar þú finnur ekkert þá viltu ekki finna eitthvað. Er mín persónulega reynsla. Ég vill ekki finna neitt. Þannig að líða vel lét mig líka líða ílla yfir því að líða vel. Það var óþægilegt að "finna". Það var óþægilegt að "elska". Þó það var gríðalega gott og besta tilfinning sem ég nokkurn tíman fundið. En ég hafði aldrei lifað lífinu finnandi eitthvað eitthverju þessu líku. Því ákvað ég að þó þetta væri góð tilfinning þá var þetta ekki gott. Ekki eitthvað sem ég vildi og gerði ég þetta því bara einusinni. Annars væri ég mjög líklega heiladofinn dópistaræfill í dag. Þannig ég sá þetta ljón, hugsaði um mína augasteina og fór að rannsaka fólk og stjórnmálamenn. Niðurstaða mín var stjórnmálamenn eru með augasteina afþví þau eru að taka lyf eða eiturlyf. Niðurstaða mín yfir því afhverju venjulegt fólk er með stærri augasteina en ég er. Að maður getur séð í augum fólks hvort þau eru hamingjusöm eða ekki. As in ef augasteinar þínir eru stórir þá ertu hamingjusöm manneskja(eins og E taflan gerði). Ef augasteinar þínir eru aðeins minni en venjulega stórir. Þá líður þér ílla. Það var allavega mín kenning. Hvort hún er sönn eða ekki veit ég ekki. Ég veit bara að þegar mér leið vel voru augasteinar mínir svo gríðalega stórir að ég man ennþá eftir því í dag. Það virkilega sást ekki græni liturinn í augunum á mér. Svo stórir voru þeir. Ég virkilega trúi meira segja að augasteinarnir víkkuðu augu mín meiri út en augnliturinn sjálfur nær. Svo stórir, svartir voru augasteinar mínir.

En ég gerði svolítið sem ég sé gríðalega eftir. Enginn vinkona mín og eða vinur vissu að ég væri útúr dópaður keyrandi á 200km hraða á Sæbraut frá miðbænum. Með alla glugga opna virkilega látandi vindinn strjúka húð mína. Vinir mínir voru svo hamingjusamir og lífið var svo gott. Þau voru edrú. Við vorum hlæjandi og hafandi gaman. Þegar ég hugsa til baka hvað ég var heimskur. Útúr dópaður á 200km hraða liggur við borðandi varir mínar. Eða hvað sem maður gerði, sleikti þær, allavega var alltaf á hreyfingu. Í sleik við sjálfan sig, besta lýsingin. Ég sé ennþá í dag eftir því. Ég hefði getað endað líf þeirra allra. Ein mistök og hláturinn umbreytist í sorg og dauða. Blóð og tár. Þess vegna tók ég aldrei aftur E töflur það var vont að líða vel og maður var svo kærulaus. Ég keyri oft á 200km hraða en ég kann að keyra á 200km hraða. Þarna var ég bara dofinn og slow, útúr dópaður. Ef eitthvað hefði gerst hefði mér örugglega liðið vel við að fljúga útum gluggan og jörðin að rífa húð mína af mér. Þannig... En svo stoppuðum við í Mjódd og til að sýna hve mikill SOCIOPATH!! Heili minn er sama hvað. Þar með er ég að segja, ég hefði keyrt á 200km hraða hvort sem ég væri útúr dópaður eða 100% edrú. Eitt var hættulegt annað ekki. Trúið mér, ég hef keyrt á 200km hraða á hraðbraut í Reykjavík á miðjum degi með endalausa bíla. Beygjandi framhja, troða mér inn á milli hér og þar. Þvílíkt easy. Afþví eins og þegar þú sérð að þú kemst ekki framhja tvem bílum þá sérðu samt að þú kemst framhjá þeim. Einn er rétt fyrir framan og hinn er varla 2 metrum fyrir aftan. Maður ekur beint upp í rassgatið á bílnum og beint yfir á hina akreinina. Svo auðvelt að troða sér á milli. Aldrei lennt í bílslysi á ævi minni af slysni.

En já, til að sýna hve mikill Sociopath ég er sama hvort ég var dópaður eða ekki. Stoppuðum við í Mjódd. Einhverjir vildu reykja. Ég sat ennþá undir stýri og um leið og ég sá bláu ljósin eins og hákarl syndandi bakvið eitthvern vegg að reyna komast eins nálægt okkur og þeir gátu án þess að við sáum þá. En bláu ljósin... Well, þau sáust alltaf. Örugglega útaf því sem lögreglubílar eru núna með þau sama sem við þakið. Pínu lítil. En allir stigu útúr bílnum sem voru í bílnum sem var alltaf reglan þegar lögreglan var að koma svo hún gæti ekki vitað "hver var undir stýri". Þannig hún sá bara 5 manneskjur hangandi í kringum bíl sem var ekki í gangi. Sá engan undir stýri á bíl sem var í gangi. Það voru reglur sem við þurftum alltaf að fylgja og þurfum alltaf að fylgja. Aldrei skilja lykil eftir í startaranum. Aldrei hafa kveikt á bílnum. Aldrei vera í bílnum.

Þannig lögreglan kom að bögga okkur unglinga eins og þau voru vön að gera. Hver var að keyra? Allt það bull. Augljóslega hringdi einhver sem sá okkur á lögregluna. Þannig við vorum bara 5 unglingar í kringum læstan bíl sem var löglega lagður og ekki í gangi og ekki með lykil í bílstartaranum hvað sem það kallast. Lögreglan kemur að mér... Byrjar að tala við mig og bla bla bla. Sér að hendur mínar titra geðveikt mikið sem ég vissi ekki. Mjög líklega tengt vímunni. Hann spurði afhverju titrar hendin þín svona mikið? Dróg upp bolinn og svaraði um leið "Ég var stunginn í sumar og ég er mjög kvíðinn í kringum aðstæður sem ég stjórna ekki". Um leið og hann sá risa stóru örin, þá auðvitað "já okay." Hætti að tala við mig. Svona siðblindur er heili minn. Jafnvel útúr dópaður var hann fyrst fylgjandi nátturu sinni. Það er að segja ljúga, komast upp með og svo framvegis.

En varðandi reglurnar. Ég við vorum alltaf með fullt af reglum. Eins og ég sagði loka og læsa bílnum. Við vitum ekki hver er á bílnum. Við erum bara hangandi hérna. Það mátti aldrei sitja í bíl í bílstjórasætinu undir áhrifum áfengis með lykklana í startaranum, hvort sem það var slökkt á bílnum eða ekki. Ef einhver ætlaði að sitja í bílstjórasætinu þurfti að taka bíllyklana úr startaranum. Það mátti ekki einusinni vera inn í bíl ölvaður sem var í gangi ef hann var stopp. Hvort sem það var farþegameginn eða bílstjórameginn. Ekki einusinni aftursætin. Svo reglurnar sem ég sagði. Um leið og lögreglan sást. Slökkva á bílnum, allir út og læsa. Við vorum ekki að aka bílinn. Svo tókum við bara 30min rölt og komum aftur og ókum í burtu. Við vorum með svo margar reglur tengdar allt og öllu. Til þess að komast upp með allt. "Já, skemmtu þér að leita í bílnum. Við vitum ekkert hver á hann". Er lögreglan að fara brjótast inn í læstan bíl sem enginn er inn í? Nei. Þetta voru bara reglur sem ég setti alltaf til að komast upp með það sem ég vildi komast upp með.

 

Afsakið hvað er ég að bulla, er ekki að fara koma með langan lista af reglum til þess að komast upp með hitt og þetta. Þið eruð ekki glæpamenn og ekki ég heldur. Þannig þessar gömlu reglur skipta engu máli í dag. Nema maður sé að gera eitthvað "rangt". Sem maður gerir ekki.
Til dæmis fyndnasta í heimi þegar ég var yngri. Ég var á 200km hraða í Reykjavík bara akandi eins og ég ek. Lögreglan slær mig. Blá ljós. Ætla ég að borga 200.000kr og missa bílpróf mitt? Nei. Ætla ekki að segja hvað ég gerði eða hvar. En ég ók inn í íbúðarhverfi á miklum hraða. Fór úr peysunni keyrandi. Ók inn lokaða götu og lagði bílnum í bílastæði í eitthverju random húsi, slökkti, læsti og byrjaði að labba á bolnum. Afslappaður eins og ekkert er að gerast og eða eins og ég viti ekki að það eru virkilega 5 lögreglubílar þarna leitandi af bílnum mínum og mér. Gekk upp að fólki sem var að horfa og spurði "Vitiði hvað er að gerast?" Til þess að troða mér í felulit, ég er bara "áhorfandi" með fólkinu. Þegar floti af lögreglubílum eru að leita um allt hverfið af bílnum og mér. Svo tók ég mér klukkutímarölt. Kom aftur og í bílinn og ók heim. Lærði ég eitthvað? Nei, aftur á 200km hraða. Þegar maður gengur í gegnum lífið án afleiðingar þá lærir maður ekkert. Ég, hef aldrei misst bílprófið mitt ævilangt. Ég er ennþá með bílprófið mitt. Til dæmis gerði lögreglan einusinni mistök. Ég var að aka 2002 á bmw bifreið minni og ók framhjá lögrerglubíl og um leið og ég gerði það gaf ég í og var kominn yfir 200km hraða. Ég horfði á lögregluna í bakspeglinum kveikja ljósin og elta mig. Ég hló auðvitað vitandi að þau gætu ekkert gert. Stoppaði út í kannt og beið. Lögreglan kom og sagði brosandi "Ég veit þú veist að við getum ekki sektað þig, en við sáum þig aka gríðalega hratt. Við viljum bara biðja þig um að hægja á þér". Ég auðvitað, sagði okay og ók ekki af stað fyrr en ég sá þá vera farna langt í burtu og þá "Fuck the police". Aftur upp í 200km hraða en svo hugsaði ég og undirmeðvitund mín sagði mér að hægja á mér. Þannig ég ákvað að í "þetta" skipti skyldi ég hlusta á lögregluna. Akandi Reykjanesbrautina, það voru ekkert nema blá ljós og lögreglubílar hér og þar. 4 allt í allt. Þetta var back in the day þegar það voru engir ljósastaurar og hún var einföld. Lögreglan sem stoppaði mig fyrst til að "biðja mig um að aka hægar". Var virkilega að bjarga mér frá því að missa bílprófið ævilangt. Ímyndið ykkur það! Fyrsti lögreglubílinn hefði "blá ljós" og ég hefði bara haldið áfram. Annar lögreglubílinn hefði stöðvað mig með því að leggja fyrir mig. Þannig... Fyrsti af 1 af 5 lögreglubílum stoppaði mig vitandi að hann gæti ekkert gert. Bað mig um að aka hægt og af eitthverri ástæðu í þetta skipti hlustaði ég og það voru 4 lögreglubílar á Reykjanesbrautinni þetta kvöld. Það var 2002... Vitiði hvað er búið að breytast síðan þá? Vegirnir eru betri og ég get ekið hraðar. Veit hvar lögreglan er og hægi á mér áður en ég kem að henni. Svo... Ef ég er að aka á 200km hraða veit ég að lögrergla akandi á móti mér getur ekki elt mig. Þannig þau "blikka" bara og ég fer úr vinstri akrein, gef stefnuljós til hægri og hægi á mér. Sýni að ég ætla fylgja viðvörun þeirra. En um leið og þeir hverfa yfir hæðina er ég aftur á vinstri akrein á 200km hraða.

Afhverju geriru þetta? Berðu ekki virðingu fyrir lífum fólks Einar?!?!?!?!?!
Jú ég geri það. Málið er bara að ég ber ekki virðingu fyrir umferðareglunum eins og ég ber ekki virðingu fyrir vopnalagabrotum. Reglan í mínum hausi er "Ef þú ert á bíl sem getur ekið svona í svona aðstæðum og þú ert svona góður bílstjóri" þá ræður þú hvernig þú ekur. Það er mín regla. Ég veit, ég er ekki að fara drepa neinn. Alveg eins og ég veit ef ég er að aka í Reykjavík um miðja nótt og það er rautt ljós en ég ek yfir þau afþví það er engin umferð. Ég læt ekki eitthvað ljós segja mér hvar og hvenær ég má keyra þeger virkilega enginn er að keyra. Ég meira segja var að aka á gatnamótunum Breiðhöfða og Bíldshöfða. Hver sem þekkir Reykjavík veit af þessum stupid umferðaljósum sem verða alltaf rauð þegar maður er að aka í áttina að þeim þó ekki neinn annar bíll er. Þannig ég ákvað einusinni að sanna fyrir sjálfum mér að ég hafði rétt fyrir mér. Að umferðareglur eru stupid. Ég stoppaði á rauða ljósinu þarna. Enginn bíll nema ég í um km radíus. Ég beið og beið og beið. Horfandi á virkilega engan bíl aka yfir hjá grænu ljósunum. Hve STUPID!!!! er það? Að sitja inn í bíl um miðja nótt, við rauð ljós horfandi á enga bíla aka yfir götu. Þannig þar sannaði ég fyrir sjálfum mér að umferðalög eru "ehhh".

Ofan á allt það var ég að vinna í fiskvinnslu árið 2002 í Garðinum og ók frá Keflavík út í Garð á 220 km hraða. Það var gaur að vinna með vini mínum sem var á bens að aka á 200km hraða. Bara til að sýna hve heili minn ber litla virðingu fyrir umferðarlög. Ég var 17 ára... En ég tók framúr bílnum sem var að aka á 200km hraða án þess að hugsa út í það. Bara "casual". Á móti var þessi maður að vinna í frystihúsi með vini mínum. Ég man ekki hvort hann lamdi hann eða "tók í hann" öskrandi "Það tekur enginn framúr manni á 200km hraða eins og EKKERT!!!!!" Minnir mig að vinur minn sagði við mig um að hann sagði um mig.
Þammig ég er í raun búinn að vera aka á 200km hraða frá því ég fékk bílpróf til dagsins í dag. Það er um 20 ár.

Ég ítreka þetta er ekki "Gerðu það sem þú vilt umferðalög skipta ekki máli". Þetta er "Umferðalög skipta máli í því formi sem þú persónulega telur þig geta ekið". Eins og ég færi aldrei yfir á rauðu ljósi um hábjartan dag þegar umferð er. Það er bara nætur dót þegar engin umferð er. Ég ek aldrei á 200km hraða eða meira úti á landi þar sem vegirnir eru sama sem hraðahindranir. Þetta er að þekkja það sem maður veit að bíllinn getur og maður sjálfur getur og já, umhverfið. Maður ekur ekki á 200km hraða í snjóbyl. Þess vegna hef ég aldrei og mun aldrei skaða neinn. Augu mín eru eins og á erni. Ég horfi kílometra fram fyrir mig og ákveð hvað ég geri þegar ég kem þangað löngu áður en ég er kominn þangað. Þannig 5-10km er ég búinn að ákveða hvað ég mun gera þegar ég kem að tvem til fjórum bílum. Ég ákveð það ekki um leið og ég kem að þeim. Ég er löngu búinn að ákveða það. Þess vegna lendi ég ekki og mun aldrei lenda í slysi.

Átti ekki að vera svona löng blog færsla :P Stundum er maður bara "on".

Takk fyrir.
Kveðja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Haukur Sigurjónsson

Sjáið örina á enninu mínu? Þarna yfir augabrúnina hægra meginn á myndinni. Svona eins og úr bíomynd. Fer niður ennið í augabrúnina. Fyndið. :P En svona þarf ég að ganga um í lífinu. Fyglir þeim lífstíl sem ég hef lifað.

Þau voru 5 og ég einn. Þau voru með barefli og ég ekkert. Ég vann samt. Þó augabrúnin mín splundraðist í þrennt og það sást í höfuðkúpuna.

Einar Haukur Sigurjónsson, 14.11.2020 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband