Eina sem ég vill gera er að skapa fleiri störf og búa til betri lífsgæði fyrir Íslendinga

Það er virkilega það eina sem ég vill gera. Ég vill skapa fleiri störf fyrir Íslendinga og gera það að verkum að Ísland fari ekki fljótt að breytast í Japan. Þar sem fólk þarf að vinna 12+ tíma á dag bara til þess að fæða sig, klæða sig og setja hús yfir höfuð sitt.

Ég vill bara búa til umhverfi á Íslandi þar sem Íslendingar í okkar yndislega Íslenska samfélagi geti fengið fleiri störf, hærri laun, betri lífsgæði, meiri tíma fyrir börn og með börnum sínum.

Ég man sem barn, var móðir mín heima og pabbi minn vinnandi. Í hvert skipti sem pabbi kom heim hlupum við í fangið á honum systkynin. "Pabbi er kominn heim". Hver einasti Íslenskur karlmaður á þetta skilið. Hvert einasta Íslenska barn á þetta skilið. Að einn foreldri er heima og aðeins einn þurfi að vinna. Ekki báðir foreldrarnir og troðið börnin til "dagmömmu". Þar sem einhver viðbjóðsleg mannvera byrjar að heilaþvo þín eigin börn um hvað er hvað í þessari veröld.

 

Íslendingar eiga betra skilið. Íslenskir foreldrar eiga betra skilið. Íslensk börn eiga betra skilið. Ísland á betra skilið. "Kjósið ***"

Ef ég myndi trúa á að Alþingi Íslands væri eitthvað "löglegt" og eða "réttlátt". Þá væri þetta mjög líklega mitt slogan í mínum flokki að fá fólk til að kjósa okkur inn á Alþingi. En Alþingi er rotið. Troð fullt af rotnu fólki. Spilling frá hægri, miðju og til vinstri.

En í staðin verður maður að fara "Kapítalísku" ferðina. Finna sér leið til að eignast nægan pening til þess að stofna fyrirtæki sem gefur manni tækifæri til að eiga pening til að stofna fleiri og fleiri og fleiri peninga. Þetta myndi byrja sem eitt gríðalega öflugt og vinsælt fyrirtæki. Sem myndi afla það mikinn pening að maður gæti stofnað annað fyrirtæki. Sem myndi gera það sama. Svo annað og annað og annað. Þið getið ekki ímyndað ykkur hugmyndirnar í heila mínum af fyrirtækjum sem myndu "SPRINGA!!!" ef ég gæti stofnað þau. Þar með í leiðinni búa til atvinnu fyrir Íslendinga. Ef ég ætti um 1 milljarð akkurat núna, þá gæti ég stofnað fyrirtæki sem yrði virkilega INTERNATIONAL! Hagnaðurinn af því væri svo mikill að einn milljarður ISKR yrði fljótt einn milljarður EUROS. Svo myndu fyrirtækin hoppa ofan á hvort annað. Betra eftir betra eftir betra. Meiri vinna og meiri vinna og meiri vinna. Frá ómenntuðu fólki upp í hámenntaða verkfræðinga og fleira.

Þess vegna verður áætlun mín sem ég er að vinna í að ganga upp! Við erum að tala um next level dót. Ég er með áætlun fyrir mitt Íslenska fólk. Sú áætlun mun gera það að verkum að næst þegar þið farið til Spánar mun krónan vera svo sterk að ein Evra væri 90-100 krónur. Ekki 200+kr? Svo öflugur væri efnahagur Íslands.

Afhverju deiliru ekki hugmyndum þínum svo fólk geti notað þær og byggt upp það sem þú vilt? Afþví ég vill ekki að þetta spillta Íslenska kerfi éti upp mínar hugmyndir og flæði svo Ísland með flóttafólk með það í huga að láta þá "vinna" sem þeir gera svo aldrei. Flóttafólk flýjandi lönd sem ekkert er að. Myndiru ekkert gera fyrir erlent fólk? Ójú... Ef ein af mínum hugmyndum verður að veruleika færi um 15-25% af allri framleiðslunni frítt til landa sem eiga erfitt. Við erum ekki að tala um í hendur þeirra spilltu sem stjórna, heldur í hendur fólksins. Maður horfir ekki á svona myndbönd og hugsar ekki í leiðinni "Ef ég gæti, myndi ég ekki hjálpa?"

Jú, ég myndi hjálpa þessu fólki ef ég gæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband