12.11.2020 | 09:22
Ég hef sett mér áramótaheiti!
Ég Einar Haukur Sigurjónsson heiti því að á næsta ári ætla ég að hætta vera þessi ég og verða aftur gamli ég. Mér þykir leitt að þið vitið ekkert hvað það þýðir. Ég get bara sagt að það þýðir að einusinni lifði ég í veröld þar sem ég ítrekað sagði:
The World is Mine.
Sem er langt í frá eitthvað bull og eða á við myndina Scarface. Þar er það "The World is Yours..."
Ég tók þetta "The World is Mine" frá myndbandi sem ég mun deila í endanum á þessari blog færslu og ætla ég að láta þetta myndband endurspegla lífið sem ég mun lifa næstu árin aftur. Ég ætla hætta að lifa lífinu sem ég lifi. Ég ætla lifa lífinu sem ég á skilið. Lífið sem ég ætti í dag ef ég hefði aldrei verið stunginn fimm sinnum af tvem varnarl... Hef ekki áhuga á að telja um nokkur "fórnalamba-atvik" í fortíð minni. En ég ætla verða ég aftur. Ég sem ég var frá 2005-2012.
Svo sagði ég líka alltaf með "The World is Mine", "Winner of The Game".
Sem fylgir líka með. Ekki segja mér að þessi tónlist fái ykkur ekki til að virkilega líða eins og veröldin er ykkar og eða að þið eruð sigurvegarar lífsins eða Winners of The Game!
Þessi tónlist er virkilega DÓP!!! Fyrir huga minn.
Ég sver það frá um 2005 til 2008 hlustaði ég á þetta um 14 tíma á dag non stop. Á repeat. Aftur og aftur og aftur og aftur. Afhverju? Til að heilaþvo mig. Það virkilega virkaði. Ég var það sem tónlistin sagði að ég væri. Heili minn var non stop "The World Is Mine" og "Winners Of The Game". Game = Leikur Lífsins.
Athugasemdir
Þú hefðir betur hlustað á CCR!!
Sigurður I B Guðmundsson, 12.11.2020 kl. 12:23
Ég hef oft hlustað á það. Það var meira segja eitt lag á CD disk í bíl mínum 2009-20??
Man ekki hvað lagið heitir, brb google.
creedence clearwater revival have you ever seen the rain
Einar Haukur Sigurjónsson, 12.11.2020 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.