Ef ég ætti 77 milljónir Evrur...

Vitiði hvað ég myndi gera með 77 milljónir Evrur? Hvað mynduð þið gera? Kaupa bíl, flott hús með sundlaug, snekkju so on?

Ekki ég, ég myndi kaupa servera og smíða vefsíður sem eru aðgengilegar í gegnum "The Dark Web" eða Tor(browser)-num.

Afhverju? Afþví veröldin veit það ekki en framtíðin er .onion ekki .com. Þó fólk viti ekki í dag hvað það er verið að fylgjast með þeim mikið. Munu þau vita það í framtíðinni. Eins og næsta kynslóð af tölvunotendum. Unga kynslóðin lærir hratt á þessar vélar sem þau nota. Hver hefur ekki séð eftir að maður fer á google og leitar uppi ákveðin hlut og svo birtast auglýsingar um þann hlut inn á öllum vefsíðum.
Við erum að tala um að þú ferð á google.com og skrifar "Printer", skoðar nokkrar síður. Nokkrar vélar. Ferð svo aftur að gera það sem þú gerir.
UM LEIÐ!!! Við erum ekki að tala um daginn eftir. Við erum virkilega að tala um leið og þú opnar nýja vefsíðu. Er sú vefsíða allt í einu með auglýsingar sem auglýsa prentara.

Svo fljótt er google að selja upplýsingar þínar til söluaðila. Þau selja þig og fá borgað fyrir þig eftir á, sama sem. Eins og þau selja þig á kredit. Og eða að fyrirtækin eru þegar búin að kaupa upplýsingarnar þínar og ætlast til að google bein tengi þig við hvaða fyrirtæki sem hefur borgað þeim fyrir þínar upplýsingar.

Mundu ef þú notar google chrome ertu virkilega með allar upplýsingarnar á vafraranum. Vistaðar í vafraranum. Þú þarft ekki að logga þig inn á súmar síður afþví vafrarinn geymir leyniorð þín. Vafrarinn veit allt um þig. Þetta var eins og ég var að tala um daginn að við erum þegar búin að setja "Chip" í okkur. Í gegnum veraldarvefinn. Allar upplýsingar eru um okkur þarna. Twitter, Facebook, Youtube, Google, Instagram, Amazon. Þessar síður vita allt um þig. Svo ef þú ferð að leita eitthvað "nýtt" á google eins og prentara þá boom, birtast auglýsingar á öllum vefsíðum. Prentara auglýsingar.

Þannig Tor er framtíðinn og hver sá sem fjárfestir í þessari framtíð. Mun verða milljarðamæringur í Evrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband